1D

laugardagur, febrúar 26, 2005

Hæ litlu lömbin mín !! Mig langar að byrja á því að þakka ykkur fyrir kvöldið í gær - þetta var sniiiiiilld í alla staði og þvílíkt stuð á okkur þarna !

Og rúsínan í pylsuendanum er að Sigrún Þöll náði 199 glæsilegum myndum af herlegheitunum m.a. þegar Íris steig trylltan dans við Hr.Ólaf Proppé rektor, þegar Sigrún Sverris missti sig í dansinsum og síðast en ekki síst þegar ég og Edda Björgvins áttum Kodak-moment :-)

En ég vona að Sigrún geti hent þessum myndum inn sem fyrst !

Stuuuuuuuuðkveðjur, Smári Jökull

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Elsku leynivinur sem ég veit ekki hver er!
Ég biðst afsökunar á ummælum mínum í commenti sem ég gerði áðan. Ég hélt þú værir ekki að standa þig í stykkinu en það er bara vitleysa hjá mér. Það varð bara smá hæðarvillingur. Gjöfin frá þér fór í hólfið fyrir ofan mitt sem er náttúrulega alveg fyrirgefanlegt! Mundu bara að númerið er fyrir ofan hólfið :)
Vona að þú takir ummæli mín ekki nærri þér! :)

þín magga

ps. Bið að heilsa mínum leynivini!

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Jæja kæra fólk...

Í sambandi við þessa blessssuðu árshátíð og skyndilegan skort á partýstað fyrir matinn á Broadway er ég að spá í að hafa smá hitting hérna heima hjá mér klukkan svona 5 á föstudaginn. Tek það sérstaklega fram að það eru allir velkomnir þó að þeir ætli ekki á matinn eða ballið..bara gaman að hittast sem flest svona einu sinni :) Ég bý á Rauðalæknum (rétt hjá Laugardalslauginni) þannig að taxar ættu að verða ódýrir upp á Broadway...læt ykkur vita betur með staðsetningu ef ykkur líst á!
Tek það samt að íbúðin mín er frekar lítil...en þröngt mega sáttir sitja og allt það! :)

Endilega kommentið hvort þið viljið ekki kíkja..og látið ganga til þeirra sem lesa bloggið sjaldan!

...mæli samt mest með því að þið kaupið ykkur bara ÖLL miða á árshátíðina og komið í allan pakkann og hættið þessu rugli!! :D

Sigrún Þöll

sunnudagur, febrúar 20, 2005

Kæru vinir.

Þar sem það er alveg óendanlega erftitt að hitta á ykkur öll úti í skóla þar sem við erum öll úti um allt og sumir bara ekkert í skólanum suma daga þá er búið að bregða á það ráð að fá utanaðkomandi manneskju (hana Heiðdísi mína) til að draga leynivin fyrir hönd okkar allra...og þannig veit enginn hvern þið eruð með nema þið sjálf...og Heiðdís :)

Svo er bara að vera dugleg að vera góð við vininn ykkar..og náttúrulega alla hina líka :þ

Verðhámark yfir vikuna er þúsundkall!!! Alls engin skylda að eyða neinu í þetta samt..hægt að gera ýmislegt fallegt fyrir engan pening!

BYRJAR Á MORGUN!!! Góða skemmtun :)

Sigrún Þöll

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Heyja heyja hey ! Þá styttist í árshátíð eins og þið eflaust vitið og við erum að spá í að endurtekna hinn vel heppnaða leynivinaleik sem var hjá okkur í fyrra ! Þannig að það væri ljúft ef þeir sem eiga eftir að gefa svar, myndu láta mig vita hvort þeir ætla að vera með í leynivinaleiknum eður ei. Athugið að láta mig líka vita ef þið ætlið EKKI að vera með svo það sé 100% að allir hafi fengið skilaboð um þetta.

Ég er búinn að fá svör frá Sigrúnu Þöll, Sigrúnu S, Láru, Jóu, Möggu, Bjössa, Ingunni, Írisi, Iðunni, Ernu Björk, Selmu og Elísabetu - þannig að ef þið sjáið hina á göngunum þá skuliði þið minna þau á að láta mig vita sem fyrst !!

Annars er stefnan að byrja n.k. mánudag 21.febrúar en árshátíðin er einmitt föstudaginn þar á eftir. Reglur verða birtar síðar og verða allir látnir vita af því, sem og hver er sá sem þeir þurfa að vera góðir við í viku...:-)

Kv. Smári Jökull

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Hey alliopa ! Hvað segið þið með föstudaginn - er e-r stemmari fyrir bingó-bjórkvöldi útskriftarnema ? Eða ætlar fólk að líma sig fyrir framan Imbann og horfa á Idol ?

Tjáið ykkur - ég er allavega heitur ! Kv. Smári J

miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Hæ hæ
Ekki eykst veran okkar saman, sem er ekki alveg nógu gott. Svo er búið að planta mér alfarið útí Brautarholt (listgreina hús) þannig að ég þarf aldrei að koma uppí Stakkahlíð, og því sé ég ykkur enn minna en verið hefur,,,úffff. Þannig að ég var að spökulera með okkar ástkæru árshátíð, hverjir ætla að mæta? og hver ætlar að halda Partý????? Ekki má gleyma okkar geggjaða leik, leyni -vina- leiknum sem lukkaðist svo helv,, vel síðast (dísús hvað ég hafði vitlaust fyrir mér með minn leynivin) og ekki má minna vera en vika í þann leik:) Endilega commentid á þetta hverjir ætla já og hverjir ætla bara alls ekki. Ég vil einnig minna á að við eigum von á frábæru skemmtiatriði frá einum úr okkar bekk, og ef ég þekki hann rétt þá klikkar hann ekki,,,,, Við erum öll í D og við erum frábær:)
Bið að heilsa í bili
Íris bjútíbolla :)

Hver erum við?

Hér bloggar 1.bekkur D úr Kennaraháskóla Íslands:)

Nú erum við reyndar útskrifuð (orðin svo stór) en við erum samt alltaf í 1.D !

Við erum öll í D, og við erum frááábær - við erum öll í D, og við erum fráááábær !

Gamalt og gott

09/01/2003 - 10/01/200310/01/2003 - 11/01/200311/01/2003 - 12/01/200312/01/2003 - 01/01/200401/01/2004 - 02/01/200402/01/2004 - 03/01/200403/01/2004 - 04/01/200404/01/2004 - 05/01/200405/01/2004 - 06/01/200406/01/2004 - 07/01/200408/01/2004 - 09/01/200409/01/2004 - 10/01/200410/01/2004 - 11/01/200411/01/2004 - 12/01/200412/01/2004 - 01/01/200501/01/2005 - 02/01/200502/01/2005 - 03/01/200503/01/2005 - 04/01/200504/01/2005 - 05/01/200508/01/2005 - 09/01/200509/01/2005 - 10/01/200510/01/2005 - 11/01/200511/01/2005 - 12/01/200501/01/2006 - 02/01/200602/01/2006 - 03/01/200603/01/2006 - 04/01/200605/01/2006 - 06/01/200607/01/2006 - 08/01/200609/01/2006 - 10/01/2006

Los myndos

Laugarvatn beibí
Fyrsta ammiliveisla vetrarins!
Ammilisveisla 2-Ernuammili
Party hja Freyju :)
Afmælið hans Smára:)
Afmælið hennar Bryndísar+bekkjarmynd
loksins loksins Laugarvatnsmyndirnar:)
Sigrún Sverris með frábæra köku:)
Bekkjarpartýiiiiiiiiiið!:)
Skautaferðos
Keilusnillingarnir
Keilumót KHÍ 2004
Árshátíðarmyndir !!!
Árshátíðarmyndir meira !!!
Láru afmæli!!!
Sumó hjá Aðalhópnum:) !!!
Partý hjá Guðjóni!!!
Meiri partýmyndir frá Guðjónspartýi.. !!!
Vísindaferð í Landsbankann
Nks dagurinn 30.april
Bekkjarmyndir af okkur
Bekkjarpartý hja Örnie Bí
Árshátíð KHÍ 2005 !!!
Árshátíð KHÍ 2005 !!!
">Sumarbústaður Lilju og Ingvars - Vor 2004

Bloggarar

Til að blogga
Klakinn svalur & góður
Frauleine Ja
Belgurinn stór & mikill

Skondið dót

JoeCartoon
Your all gay
Gullkorn
Happy tree friends
Weebl

Hagnýtir hlutir

Góð stæ síða! allt um verkefnið!!!
Öll heimavinnan fyrir 2. misseri
Góðar glósur
Kennó
Mogginn
Visir
Gegnir
SMS

Teljarinn