1D

miðvikudagur, mars 31, 2004

Jæja kæru bekkjarfélagar..
Eftir mikið spjall þá er komin svona sæmileg skipting á það hverjir ætla að koma út að borða á föstudag...Við fengum því miður ekki borð á �talíu fyrir svona marga en fengum borð fyrir 10 - 13 á Caruso og er mæting klukkan 19:40.
Svona er skiptingin miðað við þær upplýsingar sem við höfum fengið úr ýmsum áttum.

Fólk sem ætlar í mat: �slaug, Krúsa, Erna, Iðunn, Selma, Hilda, Jens, Gunni, Sigrún Sverris og Sigrún Þöll.
Fólk sem ætlar kannski (Og má endilega láta vita sem fyrst :) : Eva, Elín og Jóa
Fólk sem ætlar ekki: Smári, Freyja, Bjössi, �ris, Ingunn, Gísli, Guðfinna, Birgir, Magga og Lára
Fólk sem við vitum ekki hvað ætlar að gera (endilega látið okkur vita): Bryndís, Guðjón og Elísabet.

Ef það er einhver sem er á vitlausum lista látið þá annað hvort mig eða Sigrúnu Sverris vita sem fyrst svo við getum breytt pöntuninni. Og svo er líka örugglega ekkert mál að bæta við stólum ef einhverjir ákveða að skella sér með! :)

Sjáumst svo vonandi sem flest á föstudaginn!

Sigrún Þöll sem er ekki laus við að vera farin að hlakka til :þ

mánudagur, mars 29, 2004

hellú hellú
Jæja hvað segir fólkið...
allir hressir og kátir...
heyrðu ég og Sigrún Þöll langar voða mikið að fara út að snæða og vorum að pæla í að fara á
ítalíu fyrir partíið...ef það eru einhverjir sem vilja koma með endilega látið bara vita...
kveðja Sigrún Sverris...

sunnudagur, mars 28, 2004

Kæru fyrstu djeingar!

Þar sem könnunin okkar hérna á síðunni er greinilega ekki að virka(46 búnar að kjósa af 26 í bekknum!;)) þá fundaði partýnefndin(veit ekki alveg hverjir eru þar innan borðs) og kemur með þá tillögu að hafa skipulagið svohljóðandi:

Staður: Partýpleisið hans Guðjóns í gettóinu nirrí bæ
Dagsetning: Föstudagurinn 2. april
Stund: 20:00....þá er ætlunin að þeir sem vilja panti sér pizzu.

Þetta er í raun einfaldasta og fljótlegast lausnin, það eru búnar að koma upp ótal hugmyndir að mat...en þar sem við erum nú ekki öll á sama stað og höfum eiginlega ekki neitt ráðrúm til þess að ákveða neitt í sameiningu....þá er pizza voðalega fljótleg og einföld lausn:)

Ef þið eruð rosalega á móti þessu, endinlega segið til!:)

Vonandi er eins gaman hjá ykkur í kennslunni og hjá okkur:)

kv.
Freyja treyja

miðvikudagur, mars 24, 2004

Hæ krakkar:)
Jæja allt er í góðum fíling hjá okkur sex-menningunum í Granda. Þarna er líf og fjör, splunkunýjir páskaungar, kanínumömmur og kanínuungar, sæbjúgu og marhnútar, brunaæfingar, kvikmyndatökur og ég veit ekki hvað og hvað. það eru líka víst einhverjir krakkar sem við eigum að kenna...en þeir eru bara aukaatriði.

Við vorum með ansi skemmtilegan föndurdag í gær, létum krakkana taka með sér drasl boli sem þau gætu málað í. Þar vorum við kennaranemarnir ekki undanskildir og mætti ég galvösk á svæðið með bolinn minn. Þegar ég skelli mér í hann fæ ég frekar undarlegt "look" frá Freyju. Ég lít niður á bolinn minn góða sem ég hafði fundið til svo samviskulega og eldroðna. Bolurinn var merktur að framan og aftan með Tuborg-auglýsingum.....he-hemm.....ég meina...er ekki í lagi fyrir þessa krakka að vita með hvaða bjórtegund ég mæli eða?
Gott að vera góð fyrirmynd
skál!!! Erna Björk

laugardagur, mars 20, 2004

vildi bara segja ykkur sem eruð með norðurlöndin sem þema að það er dagur norðurlandanna á þriðjudaginn 23. mars! :)

Þetta kennsluverkefni var geðveiki! aldrei lagt jafn mikið á mig fyrir skóla held ég barast! Þetta var orðið svo mikið að ég er löngu búin að gleyma sjálfri kennslunni! Fór að pæla áðan hvaða fyrirlestrar væru á mánudaginn...fattaði svo að ég er víst kennari á manudaginn...og byrja morguninn á því að sitja yfir í stærðfræðiprófi! Guð minn góður...fjandinn er laus!

Annars þurfum við að fara að ákveða þetta með partýið!

kv. Freyja sem hefur ekki sofið í marga sólarhringa

föstudagur, mars 19, 2004

húff púff loksins loksins! höfumekkiorkuíaðskrifameira......lagga,móa,jára

úff púff, er það eðlilegt að hanga yfir einhverju kennsluverkefni þegar klukkan er langt gengin í næsta dag?? maður horfir á eftir fólkinu staulast í burtu, hvert á eftir öðru og grænkar af öfund :( oh jæja, hálfur dagur eftir og svo getur maður náð sér í almennilegan svefn!
geispukveðjur..............

Eigið þið nokkuð ís með bananaananasbragði handa smalanum honum Ananíasi ??

Sumir búnir að læra of lengi... kv. Þrjú S á palli :-)

fimmtudagur, mars 18, 2004

jæja... eufram með etta!! pleise youl bets náá!

mizta sheikhandsman

laugardagur, mars 13, 2004

Já sæl og bless elsku sammar!!

Ég vil byrja á að þakka túrbóhópnum fyrir að bæta á þunglyndið hjá mér. En þetta eru nú samt sem áður gleðitíðindi að það sé til svona duglegt og drífandi fólk (klöppum fyrir því). Hér eru nokkarar upplýsingar í tilfefni þess að það er laugardagur og lykta einsog gamalt Þjóðhátíðartjald um Verslunarmannahelgi.

a) það er ekki ráðlegt að blanda saman rósavíni og vodka.
b) þynnka er afleiðing drykkju en ekki skemmtunar...afhverju í fjandanum er maður að drekka yfir höfuð!!
c) núðlusúpa bragðast vel með chillisósu og stundum tómatsósu
d) það kostar 1000kr að kaupa 2.staup á Nelly´s
e) ef karlmenn drekka mikið áfengi reglulega getur líkaminn brugðist við þannig að vísir að brjóstum fer að myndast.
f) ein teskeið af salti getur gert gæfumuninn í baráttunni við þynnkupúkann.
og að lokum....
g) elskið friðinn og strjúkið kviðinn.

þynnka rokkar!!!!
kveðja Erna litla

föstudagur, mars 12, 2004

Múhahahaha... já kæru samnemar, við viljum bara leyfa ykkur að njóta þess með okkur að við erum búin með verkefnið okkar :o) Gangi ykkur vel og góða helgi.

Kveðja túrbóhópurinn �slaugos, Krúsó og Gilberto.

fimmtudagur, mars 11, 2004

Nunarput utoqqarsuanngoravit og bekkjarsystkini.. Það virðist vera svo lítil hreyfing inn á þessu bloggi að við stöllurnar ákváðum að ráða á því bót. Sem við sitjum innan um heilt norrænt land hér innan veggja kennaraháskólans fannst okkur tilvalið að kasta grænlenskri kveðju á ykkur, þó svo að þetta sé ekki kveðja heldur byrjunin á þjóðsöng grænlendinga. Já þetta vissuð þið ekki, en svona er þetta....Svo er bara spurning hvernig ykkur gengur með verkefnið?? Þetta er allt að skríða saman og það er endalaust fjör. Greyið lára hefur ekkert að gera þegar hún kemur til landsins því við móa höfum algjörlega rúllað þessu upp. Við skoppum inn í komandi helgi með risa sólheimaglott og leiðumst inn í sólarlagið.
ví bid jú adjö......

jagga og móa

þriðjudagur, mars 09, 2004

Hah! ég kann að vera artí fartí ljósmyndari samanber myndina af Möggu ....og Ernu og Ingunni "before coffee"okok...kannski er ég ein um það að finnast hún cool...ég ætla þá bara að vera á þeirri skoðuN:)

kv. Freyja ekki-artífartí ljósmyndarinn:)

jæja þá er könnunin komin á skrið...eins og staðan er núna þá virðast flestir vilja partý og HANA NÚ!! en maður veit nú aldrei....ekki hafa allir kosið. aldrei að vita nema að útkoman verði óvænt í lokin;) Við þurfum líka að ákveða hvenær blessað geimið verður haldið...það er nú komið undir partýhaldaranum sjálfum honum Guðjóni. Hvað um það...vonandi eru allir hressir og kátir, persónulega er ég búin að panta eitt stykki vorveður svo ég geti farið og þrifið drusluna mína í sól og sumaryl.
jæja elskurnar PEACE OUT!
Ernafernaþerna

mánudagur, mars 08, 2004

Ætlaði bara að þakka kærlega fyrir mig �slaug! :) Þessi afmælisveisla lagaði aðeins mánudagsmæðuna í manni!!

Takk fyrir mig :))
Maggan

góðan daginn:)í dag er hinn frábæri 8.mars og ég á afmæli.....gaman gaman og ætla ég að halda hefðinni uppi og bjóða til veislu eftir fyrirlesturinn!
ég var að spá í að fara í stofu E-304 með kræsingarnar og ég vona til að sjá sem flesta

kveðja litla afmælisbarnið sem finnst alltaf jafngaman að eiga afmæli:)
�slaug

sunnudagur, mars 07, 2004

Auglýsum eftir nýjum hópfélögum!

Úff, aðra eins helgi höfum við ekki upplifað! Eftir að Ingunn drakk meirihlutann af áfenginu á föstudagskvöldinu brenndi hún allan matinn svo að kvöldmaturinn samanstóð af doritos og nóakroppi – blandað í kók. � meðan Ingunn skemmti sér konunglega með brunarústunum rifust Erna og Freyja eins og hundur og köttur um sætu strákana í næsta bústað. Erna hafði þau rök fyrir að fá minnsta sætasta strákinn að kojan hennar var aðeins 175,5 cm á lengd! Því var hann sá eini sem myndi passa í kojuna. Rifrildið endaði með því að Freyja reyndi að drekkja Ernu í pottinum úti á Garðaskagavita í 20 vindstigum. Þegar það mistókst fór Freyja í fússi í Garden of Eve í leit að meiri áfengi. Eftir þessa hörmulegu helgi ( og auðvitað er ekki búið að skrifa staf í kennsluverkefninu) er ljóst að þessi hópurinn leystist upp og okkur bráðvantar nýja hópvinnufélaga! Eins og þið sjáið erum við samt hver og ein einstaklega góðar í samvinnu!

Skilið umsóknum vinsamsamlega hér í commentakerfið!

Kv. Villtar votar meyjar

p.s. hvenær er síðasti séns að fara í fjarnám??

laugardagur, mars 06, 2004

Bon voyage Lárusímó.. kauptu handa mér fíl og krókódíl!!

Le Bjorn

fimmtudagur, mars 04, 2004

hæ hó allir saman..
var bara að forvitnast um hvort einhver ætlaði í kvöld á þetta lista/bjór kvöld..????
kveðja sígrún s

miðvikudagur, mars 03, 2004

Sælar elskurnar!!

Hvernig lafir það í dag?? Vona að allir séu sælir og glaðir í áheyrninni. Sjálf fékk ég að kenna örlítið í dag og var það alveg svaka fjör þó svo að taugarnar hafi titrað pínulítið (húff púff). Mér þykir þó leitt að segja að við í Grandaskóla erum ekki nærri eins heppin og þið hin með matarmál enda var boðið uppá mjög svo "ljúffengt" snitzel í hádeginu í dag sem var afgangur frá matartíma barnanna í gær!!!! en jæja þið komið bara sæt og búttuð frá Ölduseli á og teljið rifbeinin á okkur Grandafólkinu (sniff sniff).
bestu kveðjur og hlakka til að hitta ykkur á föstudaginn í afmælinu hennar Láru;)
Erna Björk

Hver erum við?

Hér bloggar 1.bekkur D úr Kennaraháskóla Íslands:)

Nú erum við reyndar útskrifuð (orðin svo stór) en við erum samt alltaf í 1.D !

Við erum öll í D, og við erum frááábær - við erum öll í D, og við erum fráááábær !

Gamalt og gott

09/01/2003 - 10/01/200310/01/2003 - 11/01/200311/01/2003 - 12/01/200312/01/2003 - 01/01/200401/01/2004 - 02/01/200402/01/2004 - 03/01/200403/01/2004 - 04/01/200404/01/2004 - 05/01/200405/01/2004 - 06/01/200406/01/2004 - 07/01/200408/01/2004 - 09/01/200409/01/2004 - 10/01/200410/01/2004 - 11/01/200411/01/2004 - 12/01/200412/01/2004 - 01/01/200501/01/2005 - 02/01/200502/01/2005 - 03/01/200503/01/2005 - 04/01/200504/01/2005 - 05/01/200508/01/2005 - 09/01/200509/01/2005 - 10/01/200510/01/2005 - 11/01/200511/01/2005 - 12/01/200501/01/2006 - 02/01/200602/01/2006 - 03/01/200603/01/2006 - 04/01/200605/01/2006 - 06/01/200607/01/2006 - 08/01/200609/01/2006 - 10/01/2006

Los myndos

Laugarvatn beibí
Fyrsta ammiliveisla vetrarins!
Ammilisveisla 2-Ernuammili
Party hja Freyju :)
Afmælið hans Smára:)
Afmælið hennar Bryndísar+bekkjarmynd
loksins loksins Laugarvatnsmyndirnar:)
Sigrún Sverris með frábæra köku:)
Bekkjarpartýiiiiiiiiiið!:)
Skautaferðos
Keilusnillingarnir
Keilumót KHÍ 2004
Árshátíðarmyndir !!!
Árshátíðarmyndir meira !!!
Láru afmæli!!!
Sumó hjá Aðalhópnum:) !!!
Partý hjá Guðjóni!!!
Meiri partýmyndir frá Guðjónspartýi.. !!!
Vísindaferð í Landsbankann
Nks dagurinn 30.april
Bekkjarmyndir af okkur
Bekkjarpartý hja Örnie Bí
Árshátíð KHÍ 2005 !!!
Árshátíð KHÍ 2005 !!!
">Sumarbústaður Lilju og Ingvars - Vor 2004

Bloggarar

Til að blogga
Klakinn svalur & góður
Frauleine Ja
Belgurinn stór & mikill

Skondið dót

JoeCartoon
Your all gay
Gullkorn
Happy tree friends
Weebl

Hagnýtir hlutir

Góð stæ síða! allt um verkefnið!!!
Öll heimavinnan fyrir 2. misseri
Góðar glósur
Kennó
Mogginn
Visir
Gegnir
SMS

Teljarinn