1D

laugardagur, febrúar 28, 2004

Hæ kids
Ef þið hafið áhuga á að kaupa tóma geisladiska þá bara snakkið þið bara við mig... á 100 diska spindla á 3500stk og svo á ég líka dvd diska sem eru dáldið mikið dýrari enda kosta 25 dvd diskar 10000kr hér á landi en ég get boðið ykkur 50stk á 8500kr...algjör díler...
kv.lára

fimmtudagur, febrúar 26, 2004

gott til að kenna stafrófið.. tjekkið á essu kaffi!!!

þriðjudagur, febrúar 24, 2004

gúdeij. Ég var að fatta að ég hef ekki bloggað síðan 3. febrúar! (fyrir utan stöku comment hjá hinum og þessum..) Mér finnst það alls kostar ekki nógu gott. Það mætti halda að bækurnar hafi gleypt mig, en til að koma í veg fyrir misskilning, þá er ég heil á húfi. Geng kannski ekki heil til skógar en það er annað mál sem tengist samvistum mínum við tvær ungar dömur í bekknum. híhí segi bara svona. Það ku vera stærðfræðiverkefnið sem var/er að fara með mig. Við erum reyndar búin með það þó svo að við eigum eftir að kötta heilmikið út því okkur finnst 11 bls svolítið mikið. Það er svona að hafa mikla málgreind....bara vesen! ;) Svo er bara að setja í fluggírinn og fara í NoN verkefnið. Eigum við ekki að skila því á föstudaginn? Hummmmm....eeeeendalaust fjör!
eníhú, ég bið bara að heilsa í bilinu

magz

sunnudagur, febrúar 22, 2004

Heyriði krakkar! Ég fann síðu þar sem stendur hvaða kennara við erum með sem viðtökukennara! hún er hér. Annars ætlar Lilja víst að segja okkur allt um þetta á föstudaginn eftir hádegi í bekkjartímanum..

Freyja

föstudagur, febrúar 20, 2004

Prins fæddur!

Eignaðist í gær kl 14.43 lítinn prins, sem er 14 merkur og 51 cm. Kom í heiminn með miklum gusugangi og látum...
Myndir inni á www.barnaland.is/barn/2929

kv. Dagný og litli prins.

Loksins kominn linkur inná síðuna með árshátíðarmyndum... þannig að fyrir ykkur fáu sem höfðuð ekki séð þær þá gjörið svo vel :-)

Kv. Smári Jökull

þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Jæja elskurnar!!!

Haldiði að það sé bara ekki í blóma þetta félagslíf. Nú er skipulögð ferð skíða/skálaferð fyrir skólann okkar. Mér leist nú sérdeilis prýðilega á þá ferð enda er ég félagsvera mikil, einnig veit ég að hún �unna mín er komin í gírinn. En hvað um ykkur hin? Er þetta eitthvað sem kitlar taugar hjá ykkur. Endilega commentið. Það væri gaman að fjölmenna:)

Kveðja Erna Björk

mánudagur, febrúar 16, 2004

Vil bara benda fólki á að ég er búin að setja link inná síðuna hans Meyvants útaf stæ verkefninu. Vara ykkur við...þetta er massa verkefni! 8 bls með 1 línubili...:)

Ég hata ferðakvef

Freyja kvefilíus

p.s. Fyrir ykkur sem eruð með útlandaþrá þá mæli ég með útþrá á föstudaginn..góð kynning á ÖLLU sem tenginst því að vinna/læra/annað í útlöndum
Anyways, meiri info er hér

fimmtudagur, febrúar 12, 2004

Bryndís takk fyrir mig...bekkur takk fyrir mig....
en hvernig er það er bekkurinn bara á ferðafæti þessa dagana....ég og smári að fara í dag og svo freyja á morgun...eru einhverjir fleiri útlandafarar sem vilja bjóða sig fram???
jæja..vonandi eru ekki allir ferðalangarnir samt að hósta úr sér lungun og snýta heilum...eins og ég..
kv.lára

Jæja krakkar... mig langar að byrja á því að þakka ykkur öllum fyrir hreint út sagt frábæra skemmtun í gær. Þetta var alveg meiriháttar gaman og frábært hvað við skemmtum okkur alltaf vel saman ! Sérstakt knús fær Bryndís fyrir heimboðið :-)

Annars langar mig að tjá ykkur það að nú eftir 13 klukkutíma nákvæmlega (nánar tiltekið kl 15:00 fimmtudaginn 12.febrúar) er ég á leið af landi brott, nánar tiltekið til Frakklands ! En örvæntið ekki, ég kem aftur von bráðar og að sjálfsögðu klyfjaður af sælgæti svo að þið getið nú japlað á e-u þegar ég sný aftur :-)

Já.. og fyrst ég kem ekki í skólann í dag og missi af öllum árshátíðarsögunum, þá verðið þið að segja mér þær allar á þriðjudaginn, sérstaklega spennandi að heyra hvernig gekk hjá Bjössa ??? Hann var a.m.k. á góðri leið síðast þegar ég sá til hans :-) Hagið ykkur nú vel í fjarveru minni....

Kv Smári Klaki

miðvikudagur, febrúar 11, 2004

Jæja það tókst með hjálp Freyju! Myndirnar eru komnar á netið :) Ég kann nú ekki að setja inn svona link en hérna er urlið: http://nemendur.khi.is/sigrkjer/040210

Njótið!
Sigrún Þöll

Hæhæ allir og TAKK fyrir kvöldið í gær! Það var ekkert smá gaman. Vildi bara láta ykkur vita að myndirnar eru komnar inn í tölvuna. 108 stykki, takk fyrir!! Þar á meðal stutt video þar sem við erum að syngja með Ingvari og svo þegar við erum að syngja Nínu :) Þessu verður skellt inn á netið við tækifæri þegar einhver tekur það að sér fyrir mig eða kennir mér það :þ

Adju, Sigrún Þöll.

Þetta er alveg merkilegt hvað maður skemmtir sér vel alltaf með þessum bekk!!!! Ég bara á ekki til orð. Partýið hjá Bryndísi var alveg eðal (klöppum fyrir því og Bryndísi). Rútan, maturinn (sem ég man alveg hvernig bragðaðist Freyja blikk blikk), ballið, og svefninn langþráði sem ég fékk þegar ég lagðist á koddann heima hjá mér. Ég ætlaði mér nú að mæta galvösk í tíma en það hefði bara verið með öllu ólöglegt fyrir mig að keyra í mínu ástandi, þannig ég rúllaði mér yfir á hina hliðina og hélt áfram að sofa.
Elsku krakkar mínir takk fyrir mig og skemmtunina, þetta verður bara skemmtilegra með hverju skiptinu.
Þynnkukveðjur frá Ernu litlu

Jæja fólk!

takk kærlega fyrir gærkvöldið!! Þetta var alveg meiriháttar frábært kvöld!!! Skemmti mér alveg konunglega...og aðeins of vel á tímabili!! Skemmtilegt hvað ég man ekkert hvernig maturinn bragðaðist og hvað mér tókst að sulla miklu á pilsið mitt! Mamma hélt að ég hefði baðað mig í matnum þegar ég rétti henni pilsið í morgun og spurði hvort það væri hægt að bjarga því. En partýið var sko snilld, og það er nokkuð ljóst að við erum Frábær! Já, ég segi bara takk kærlega fyrir alveg sniiiiiiiiildar kvöld! Gott að við getum alltaf toppað partýin okkar aftur og aftur:)

Þunni Kjúlli

Góðan daginn ágætu vinir og takk fyrir síðast:) þetta tókst bara vel í alla staði...gaman að sjá hvað allir voru glæsilegir enda ekkert nema glæsilegt fólk í 1 D:) og svo að lokum vil ég þakka henni Bryndísi kærlega vel fyrir heimboðið:)...jæja gara go!!
kv jóa

mánudagur, febrúar 09, 2004

Hey krakkar... er e-ð lag sem þið viljið virkilega fá á disk sem ég get skrifað fyrir partýið ???

Veit að Ingunn og �ris eru mjög heitar fyrir ABBA og Bjössi vill ekkert sjá nema Leoncie... en tjáið ykkur :-)

Kv Smári Jökull

Vei vei vei!!!

�rshátíðin er á morgunn!!!!! Vá hvað ég er spennt. Ég mun ekki sofa yfir mig því leynivinur minn gaf mér rosa flotta vekjaraklukku með bjöllum og alles, takk elsku leynivinur!!!:) Ég er nú að stelast í tölvuna mína hérna á fyrirlestri í námskráfræðum. Manni finnst nú þessi skot á strákana á aftasta bekk vera orðið ansi þreytt (viljum við ekki halda karlmönnunum í þessum skóla hmmmm??). Já og þessi verkefni...jahérna hér...maður er bara ekkert að komast í gírinn. Kannski er þetta bara djammþorsti sem þarf að svala hjá okkur, ég ætla mér allavega mikið gaman á morgunn úúúúújeeeeee!!

By the way..mér og öðrum til mikillar gleði var að bætast enn ein sálin í gleðskapinn. Lárus Valmundur ætlar að mæta á svæðið í glymrandi góðu skapi:D Hún var bara að gabba okkur alla seinustu viku þegar hún sagðist ekki ætla á árshátíðina (Lára þó...meiri prakkarinn)
Jæja bless í bili..
Ykkar Erna Björk

laugardagur, febrúar 07, 2004

sælt veri fólkið

Ég er búin að senda Ingvari email og bjóða honum og gítarnum hans í partýið til okkar.
Svo er pæling að það eru svo margir á bíl að fara ekki í rútunni heldur bara á einkabílum....fólk endinlega kommenta ef það verður á bíl og er til í að skutla fólki nirrá broadway.
Amk verð ég og Guðfinna defendly á bíl og getum skutlað samtals 10 manns(með okkur sjálfum). Svo held ég að Elíasbet verði á bíl og Bryndís heldur að dóttir sín geti skutlað einhverjum .En svo veit ég að það verða fleiri á bíl. Endinlega kommenta fólk:)
Svo er pælingin með leynigjöfin til Lilju, spurning um að ég photoshopi saman bekkjarmynd, svona misasnalegar myndir af fólkin í bekknum og svo bara skellum við myndinni í smelluramma. Smekklegt?

later
Freyja kuldsakræfa

föstudagur, febrúar 06, 2004

Þetta var ljómandi keilukvöld alveg hreint. Keiluliðið okkar bar af og lýsti upp keiluhöllina (ehemm). En ég og Sigrún Þöll klikkuðum ekki á því frekar en fyrri daginn...bjórarnir runnu ljúflega niður og Sigrún tók nett myndavélaflipp á mér. Ég er samt ósátt við að við klikkuðum svona illilega á búningunum. Gunnar var alveg gullfallegur í gula dressinu sínu, það hefðu fleiri átt að taka hann til fyrirmyndar.
En jæja takk fyrir frábært kvöld, þetta var góð upphitun fyrir árshátíðina. Munið bara að lokum...."og við erum frááááááábææææærr""
kveðja Örný Bí

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

úbbs gleymdi að kvitta :)
kveðja sigrún sverris....

Jæja hvað segið þið nú öll gott...
er ekki komin stemming fyrir keilumótinu :)
ég hef fulla trú á mínu liði ;)
ég vona lika að allir séu komir í stuð fyrir árshátíðina...og allir séu góðir vinir..
ég vil líka nota tækifærið og þakka mínum leynivini fyrir mig..og sérstaklega fyrir rakspírann sem ég
fékk í dag :)
en jæja nú verð ég fara að læra..
bæjó..spæjó..

þriðjudagur, febrúar 03, 2004

góðan dag kæru vinir og leynivinir. Ég vil byrja á að þakka leynivini mínum fyrir gjöfina sem honum/henni tókst svo lævíslega að lauma í hólfið mitt, þrátt fyrir mikið stake-out af minni hálfu. Ég mun líklega setja upp eftirlitsmyndavélar þar nálægt svo bara, beware my secret friend. I will find out who you are. Sumir aðilar eru hálffúlir yfir að hafa enn ekki fengið neitt frá sínum leynivini, en hugurinn er bjartsýnn og þarf þessi aðili víst bara að bíða örlítið lengur því dagurinn er ekki úti enn. Ég bið ykkur vel að lifa og þakka kærlega fyrir mig.
Með von um góða viku :)
magz sem er búin að fjárfesta í árshátíðarmiða

mánudagur, febrúar 02, 2004

Jæja... á morgun eiga allir að draga nafn úr pottinum fræga og þá mun koma í ljós hvaða leynivin maður fær. Reglurnar einfaldar, ekki má fara yfir 1000 krónur í kostnaði og er lokagjöf tekin með í þeim kostnaði. Svo verður öllu ljóstrað upp í partýinu hjá henni Bryndísi ! Annars sá ég það að 1.C er líka með svona vinaviku... gaman að því !

Svo heyrðist mér í NKS tímanum á föstudag að það væri stemmari fyrir keilumótinu og sýndist mér við ná í 2 lið ! En auðvitað reyna sem flestir að mæta og hvetja okkur hin !

Svo verður partý hjá Bryndísi fyrir árshátíð og var ákveðið að allir kæmu með 500 kall í skólann á föstudaginn, en það verður notað í að kaupa e-ð til að japla á í partýinu + snakk og e-ð solleis ! Einnig verður þetta notað til að borga rútuna sem mun flytja okkur á Broadway :-)

En svo er eitt sem eigum eftir að ákveða, og það er ef við ætlum að gera e-ð skemmtilegt í skólanum á mánudag og þriðjudag, ræðum það n.k. föstudag !!! - Klakinn :-)

Hver erum við?

Hér bloggar 1.bekkur D úr Kennaraháskóla Íslands:)

Nú erum við reyndar útskrifuð (orðin svo stór) en við erum samt alltaf í 1.D !

Við erum öll í D, og við erum frááábær - við erum öll í D, og við erum fráááábær !

Gamalt og gott

09/01/2003 - 10/01/200310/01/2003 - 11/01/200311/01/2003 - 12/01/200312/01/2003 - 01/01/200401/01/2004 - 02/01/200402/01/2004 - 03/01/200403/01/2004 - 04/01/200404/01/2004 - 05/01/200405/01/2004 - 06/01/200406/01/2004 - 07/01/200408/01/2004 - 09/01/200409/01/2004 - 10/01/200410/01/2004 - 11/01/200411/01/2004 - 12/01/200412/01/2004 - 01/01/200501/01/2005 - 02/01/200502/01/2005 - 03/01/200503/01/2005 - 04/01/200504/01/2005 - 05/01/200508/01/2005 - 09/01/200509/01/2005 - 10/01/200510/01/2005 - 11/01/200511/01/2005 - 12/01/200501/01/2006 - 02/01/200602/01/2006 - 03/01/200603/01/2006 - 04/01/200605/01/2006 - 06/01/200607/01/2006 - 08/01/200609/01/2006 - 10/01/2006

Los myndos

Laugarvatn beibí
Fyrsta ammiliveisla vetrarins!
Ammilisveisla 2-Ernuammili
Party hja Freyju :)
Afmælið hans Smára:)
Afmælið hennar Bryndísar+bekkjarmynd
loksins loksins Laugarvatnsmyndirnar:)
Sigrún Sverris með frábæra köku:)
Bekkjarpartýiiiiiiiiiið!:)
Skautaferðos
Keilusnillingarnir
Keilumót KHÍ 2004
Árshátíðarmyndir !!!
Árshátíðarmyndir meira !!!
Láru afmæli!!!
Sumó hjá Aðalhópnum:) !!!
Partý hjá Guðjóni!!!
Meiri partýmyndir frá Guðjónspartýi.. !!!
Vísindaferð í Landsbankann
Nks dagurinn 30.april
Bekkjarmyndir af okkur
Bekkjarpartý hja Örnie Bí
Árshátíð KHÍ 2005 !!!
Árshátíð KHÍ 2005 !!!
">Sumarbústaður Lilju og Ingvars - Vor 2004

Bloggarar

Til að blogga
Klakinn svalur & góður
Frauleine Ja
Belgurinn stór & mikill

Skondið dót

JoeCartoon
Your all gay
Gullkorn
Happy tree friends
Weebl

Hagnýtir hlutir

Góð stæ síða! allt um verkefnið!!!
Öll heimavinnan fyrir 2. misseri
Góðar glósur
Kennó
Mogginn
Visir
Gegnir
SMS

Teljarinn