1D

þriðjudagur, september 30, 2003

Ég er maður í að þiggja glósur! Er búinn að toppa þriggja ára háskólagöngu mína í dag.. hef aldrei lært jafn lengi!! Er samt að spá í að biðla til ykkar gúrúanna Gunso og Belgur að fá etta helv.... dc++ að virka, minniði mig á að biðja ykkur um leiðbeiningar! Annars er ég bara nettur, er að klára návatnsbolla fyrir háttinn! Ef einhver hefur áhuga á servéttu sambroti þá er þetta heimasíða fyrir þá http://www.origami.as/home.html

Björneby

Hæ allir saman :)

Erna ég er nú ekki alveg sammála um að þessi fyrirlestur hafi verið skemmtilegur en ég skal gjarnan þiggja hjá þér glósur ;) . mér gekk ekkert að glósa. Mér finnst kennarinn alveg ágætur hann nær stundum að koma með brandara um alveg vonlaust efni. En allavega ég ætla nú ekki að blaðra mikið ég þarf að klára heimadæmin mín...á samt bara pínu eftir....það er svona að koma allt of seint í leshóp :/....jæja ég ætla að fara að kveðja...vel á minnst var einhver alvara með þessa Vestmannaeyjarferð eða var það bara grín....

bæ í bili
stærðfræði kveðjur,
Sigrún Sverris

eeehhhm. já mér fannst bara gaman á fyrirlestrinum fyrir Mál og ritjþjálfun, kannski bara af því að mér finnst íslenska svo skemmtileg. Ég bjargaði láru reyndar frá bráðum bana þar sem hún var í miðjum klíðum að kæfa sig með plastpoka (ég benti henni á vinalínu nema khí) Leðurvestið er kannski engin dúndurfyrirlesari og jú hann las allt orðrétt uppúr klausunni sem hann hélt á en common krakkar, við vitum þó núna að návatn er kalt og ógeðslegt kaffi ekki satt og að tilgerð í textagerð er það sem næst kemst Guðlasti (ok þið megið alveg skjóta mig núna hhehehehe). anyways, ég á 4 bls af glósum frá þessum fyrirlestri ef þið viljið fá hjá mér. látið mig bara vita.
Gullkorn dagsins: varast ber að láta það eftir sér að fá sér blund þegar komið er heim eftir erfiðan skóladag. Þá er næstum öruggt að þið lærið lítið sem ekkert það sem eftir er af kvöldinu.
Yoga-kveðjur frá Ernu fernu

þetta er nú aldeilis frábær fyrilestur...ég elska þórberg þórðarson...sönnást.
Bjössi lil´bow, sorry, ég hefði varað þig ef að ég hefði vitað að þessi yrði svona rosa slæmur. Held að öllum finnist þetta alveg hreint ömurlegt nema kannski Ernu sem að er svo samviskusöm að maður fær næstum í magan... þá yfir því hvað maður er ekki samviskusamur. Kannski er ég bara að ruglast á magapínuni sem að ég fékk eftir sætasta morgunmat sem að ég hef smakkað....engjaþykkni með unaðsbragði!!!!!hvað sem það nú er og svo opal perumolar svona til að toppa þetta.
Eins og fyrri daginn hef ég ekkert að segja en bara leiðist svo rosalega og þar sem að bloggið mitt er bilað og bara jafnvel ónýtt þá ákvað ég bara að bögga ykkur með einvherjum leiðindartexta...böggi bögg bögg bögg.
Frábært tíminn búin...nei hún Erna platar hann er ekki búin fyrr en eftir 10 min þannig að ég ætla að fara að kæfa mig í plastpoka.
kveðja Klikkhausinn

Við elskum Gunna
Kveðja Jóa og Magga

Hahahaha tékkið á þessu, hreyfið músina yfir auganu ;o)
Belgurinn

mánudagur, september 29, 2003

vá ógleymanlegur dagur í khí!! er ekket verið að grínast með morknustu fyrirlestra í heimi, ég held að ég stytti mér aldur frekar en að fara í fyrirlesturinn í uppl.t. í næstu viku!! Og hvað er málið með menn og samf.? Eintóm leiðindi, akkuru er maður ekki varaður við þessum ósóma? Skrifa þetta á reyndari bekkjarfélaga mína, sem höfðu þegar sótt tíma í þessum andsk...! en jæja, það er bara Pollýana núna, þetta hefðu getað verið þrefaldir tímar þannig að ég er á heildina litið mjög ánægður með þannan dag! Sko þetta get ég!! Allavega takk fyrir að hlýða á vandamál mín, lofa að láta þau dynja á ykkur reglulega!! Ég er hér til að gera slíkt hið sama fyrir ykkur!

Lil´Bow

Hvernig er það, hún Freyja er ekki fyrr komin til útlanda og bara strax komin á netið til að vera með okkur í huganu... en Freyja hvernig á maður að gera eð á þessu myndaalbúmi þegar að enginn veit passwordið nema þú og þú ert ekki einu sinni á landinu....??? En annars veit ég ekki afhverju ég byrjaði að skrifa eð hér þar sem að ég hef akkurat ekkert að segja. Magga og Iðunn eru bara geispandi hérna sitthvoru megin við mig því að þessi mennig og samfélags tími er alveg rosalega rosalega skemmtilegur....
lármundur

Hae oll somul:)

Eg er nuna a internetcafe i Helsinki:) Buin ad missa roddina i songgledinni a djamminu i Stokkholmi! Skemmti mer alveg konunglega og litur ut fyrir enn meiri skemmtun naestu daga:) Reyndar tok eg allt allt of mikid af farangri med mer svo ad eg er buin i bakinu og hondunum eftir ad bera toskuna mina upp og nidur stiga i undergroundinu i svergie! Saensku karlmennirnir strippudu meira ad segja fyrir mig.....;)
kvedjur fra Helsinki!
Moi
Freyja:)

laugardagur, september 27, 2003

Vestmannaeyjakveðjur!!!!!!!!
Ég er komin á skerið mitt litla með allt skóladótið. Nú á sko að læra. Hér er þoka (eins og vanalega) og fáir á ferli (eins og vanalega) en það er voða gott að hitta foreldrana og fá sér sunnudagslærið (mmmmmm sleeeeef). Smári minn...þú ert ekki að missa af neinu þannig að þurrkaðu tárin og láttu þér bara hlakka til þegar þú heimsækir Eyjarnar næst á afmælinu þínu;)
Kveðjur frá litlu stelpunni
Erna Björk

föstudagur, september 26, 2003

Myndirnar úr afmælinu eru komnar inn!!!!!!!!!!:) Þurfti að meika pláss á vélinni fyrir F(yllerísiland)innland. Njótið vel! Og verið stillt á meðan ég er í burtu!! ;) (linkurinn er hérna til hægri!)
Freyja yfirkjúlli! og ferðalangur:)

Ja, fyrsta innleggið mitt hérna, ætlaði bara að óska afmælisbörnunum til hamings.. og þakka fyrir mjög gott kók! Annars er það bara góða helgi, fariði varlega, ekki gera neitt heimskulegt eins og að fótbrjóta ykkur!

Hrökkbrauðið

hæhæ 1D
Okkur langaði bara að þakka Möggu og Birgi fyrir þessa glæsilegu kökuveislu! Hafiði það rosa gott um helgina og verið dugleg að læra.... :)
Kv, �slaug og Krúsa

Nýjustu fréttir!!
Afmælisveislan var mikið succsess!! Birgir og Magga fengu kórónur og þau klikkuðu sko ekki á kökunum og gosinu:) allir löbbuðu saddir og glaðir útúr veislunni. MaggaPagga er svo mikill engill að hún gaf umsjónarmanni "Grunnskólans og kennarastarfsins" kökusneið. Haldiði ekki að bekkurinn sé komin í náðina hjá kennaraliðinu eða hvað?? Svona í lokin má minna á þar sem allir eru kátir að planið er að hafa fjör í október. Any ideas???
kveðja Erna Björk

magga skvísa á ammli í dag og birgir á morgun =) til hamingju!!!! kökur og veisla á eftir klukkan hálfeitt í stofunni sem við förum í á eftir =)
belgurinn

fimmtudagur, september 25, 2003

ereggi allir í stuði mar???
jæja, það hvíslaði lítill fugl því að mér að Smári ætlaði að hýsa bekkinn í Eyjunum fögru í október....Nei ok það var víst líka verið að draga mig inní þetta. Hmmmmmm, ég hugsaði bara "djammferð til Eyja....why not" það er til margt vitlausara. Þetta ætti ekkert sosum að vera svo dýrt. Það væri allaveganna eftirminnilegt afmæli fyrir Smára litla:)
Hey svo megið þið ekki gleyma afmælisbarninu okkar henni Möggu!!! Svo á Birgir afmæli á laugardaginn AMMLISVEISLA V����. Munið bara..fyrst kemur Magga, svo Birgir og svo éééééééég hún ErnaFerna 8.október. Reyndar er Smári næst á eftir mér (17.okt minnir mig). Hvað um það, allir glaðir og sælir og tilbúnir að fylla hausinn af fróðleik og magann af áfengum veigum eins og af og til í vetur. Endilega commentið á þessa Eyjaferð, er hún fjarlægur draumur eða eitthvað sem við gætum jafnvel framkvæmt.
Hvað um það nú hendi ég mér í rúmið, ég á "hot date" með Gísla og Gunnari á Bókasafninu á morgun (ooops did I say that uploud híhíhíhíhí).
Kveðja Erna Björk

miðvikudagur, september 24, 2003

ekkert mál hilda ég skal kenna þér að setja þetta inn og þeim sem vilja...
belgurinn

hey!!
jæja vill einhver plíz bjóða sig fram til að setja myndirnar mínar frá Laugavatnsferðinni inná þessa síðu okkar:) er algjör strumpur í þessu:/ svo kannski kenna okkur strumpunum hvernig maður setur eitthvað inn á t.d. æji "skondið dót" eða man ekki hvað það heitir:) á örugglega eitthvað skemmtó sem ég get sett þar:)
en endilega allar pantanir um að setja upp Laugarvatnsmyndirnar mínar (og úff myndirnar eru ekki fáar) berist bara til mín í vikunni...ég mun svo vinna úr þeim og bjóða þeim hæfasta verkið:) thíhí segi svona....
Hilda brosmilda:)

Nei, góóóðan dag.
Jæja, verður maður ekki að prófa þetta? Ég ætla bara vinsamlegast að biðja ykkur um það að hafa EKKI partý núna um helgina..er að fara á heimaslóðir yfir helgina..ég verð brjál! :) Líst annars vel á að bekkurinn fari að gera eitthvað saman aftur...er samt hrædd um að ég eigi ekki auðvelt með að halda partý þar sem minn hluti af íbúðinni rúmar mjöög takmarkað magn af fólki...svona er þetta...
Hvað segir það annars um heimavinnulöngun mína að ég sitji hér og horfi á Leiðarljós?? Eleni bara að skilja við Alan Michael því hún er ólétt eftir Frank, hún þarna stelpa alltaf hjá Nadine að passa barnið sem hún gaf henni til ættleiðingar... og bara komin ný Mindy! Bara ALLT að gerast...ef þú skilur þetta..þá ertu ekkert skárri ;)
En jæja...ég ætla að gera eitthvað gáfulegt og fara að leggja mig,

Sigrún Þöll

hæ hó allir saman.....ég er búin að vera að reyna skrifa inn á þessa síðu en ekkert gengið en ég vona að það takist núna. Ég er algjör auli með allt sem tengist tölvum :)...............en allavega þetta er fínasta blogg síða og frábær hugmynd......og auðvitað er þetta besti bekkurinn...það er nú engin spurning......mér finnst það góð hugmynd að við höfðum partí fyrstu helgina í hverjum mánuði.....endilega.....gaman gaman....
bæ í bili
kv Sigrún Sverris

jájá.. partý partý!! vúhú!!! partý partý!! ég er bara komin í fýlinginn hér:) en hmm.. ég get reyndar ekki haldið partý sko, en kannski einhvertíman, svona er að búa hjá mútter sko;) en ég skal sko troða mér í partý hjá öðrum:) megum ekki láta líða of langan tíma á milli partýa sko.. halda móralnum:)
svo langar manni að kynnast þeim sem fóru ekki á Laugarvatn betur:):):)

vúhú!!! einhver að bjóða sig fram:)
Hilda

Önnur hugmynd frá rauða hausnum..... Hvernig væri að stefna að því að reyna að halda party fyrstu helgi hvers mánaðar út skólaárið (auddað má fresta útaf sérstökum aðstæðum)?..... þá væri smá hefð innan bekkjarins.... og eins og allir vita er allt í röð og reglu hjá fyrsta djé.
Tjáið ykkur um þessa hugmynd
Gunna(r) over and out

Voða erum við hress og skemmtilegur bekkur bara komin með blogg og allt, svona eins og allir hinir...
ég á sko blogg líka en ég ætla sko ekki að hafa link inná þessari síðu inná það þar sem að það er ekki
einkaeign....hiihii.
Já þetta er rosa stuð Forskasálfræði timi og engin tilbúin að halda party. Ég er nú búin með minn skerf í þeim málum
í bili allavega þannig að það verður einhver annar að sjá um það.
Lárus

heyriði?? vita annars ekki allir af þessari síðu?? Nei ég var bara að spá því við erum alltaf þau sömu að gagga hérna...ég, Gísli, Gunnar, Hilda og Freyja. Fleira að tjá sig takk!!!!
Erna Björk

já akkúrat!! líst vel á annað partý. nú gefum við þeim sem ekki komu í Laugarvatnsferðina tækifæri til að sanna sig sem partýdýr. En svo er önnur spurning....hvar á að halda partýið ha??
Kveðja ErnaFerna

ég er alveg að styðja partý... ég á eftir að halda partý en það verður ekki strax... :o( ég kemst í partý næstu helgi en svo kemst ég ekkert fyrr en seint um síðir...

Belgurinn

jæja Fyrsti D.... hvar er félagslegi áhuginn innan bekkjarins..... Fer ekki að líða að næsta djammi? Nú sítur maður hér í fyrirlestri í Þroskasálfræði og maður verður mikið hugsi þegar hún talaði um leiki barna. Krakkar nú skulum við fara að leika og stefnum á partý annaðhvort næstu eða þarnæstu helgi! Hvernig líst ykkur á?
Kveðja Gunna(r)

mánudagur, september 22, 2003

Hæhó krakkar
sko, ef þið endilega viljið matareitrun, þá skal ég að sjálfsögðu koma með köku ;) nei, ég skal vanda mig rosalega og gera góða köku fyrir ykkur. En þá verðið þið að koma með afmælisgjafir!! hehehehehehe

maggan

Krakkar..skemmtilegast við svona djók er að skrifa undir nafni:)
Annars mæli ég eindregið með að við förum að gera eitthvað í þessu partýleysi á bekknum!! Reyndar er ég sjálf að fara úr landi og get því miður ekki haldið partý strax...en um að gera, djamma soldið:)

Svo finnst mér algjörlega að við eigum að gera eitthvað spes á föstudögum. Eins og t.d. var einn bekkur sem ég var í þar sem strákarnir mættu alltaf með bindi á föstudögum. Við gætum fundið upp eitthvað sniðugt sem við gerum alltaf á föstudögum..mætum í einhverjum ákveðnum fötum..eða eitthvað álíka. Endinlega komið með hugmyndir!

Svo auðvitað er skilda fyrir fólk að koma með köku í skólann þegar það á afmæli!!!...þessu er sérstaklega beint til Möggu og Birgis sem eiga afmæli á föst og laug!!;) Ég býst við kökuveislu á föst !! (Hilda: enn fleiri kostir við afmælisdaginn okkar, við þurfum aldrei að koma með köku!;))

Freyja kjúlli:)

Selma sagði mér að hún væri skotin í íslensku kennaranum okkar, henni finnst leðurvestið hans svo sexý ! Hún er að skrifa ástarbréf sem hún ætlar að setja í töskuna hans eftir tíma.... Go Selma !!!!!!

XXXXX

hey verð að deila þessu með ykkur sko... vitiði hvað Gunni er að hugsa í fyrirlestrinum sem er að svæfa okkur öll!!!! hvernig kennarinn er í svefnherberginu!!! jáhh pervert!! eins og hann er nú sexýu þessi kennari:) svona er hann þá:):):)
Hida

ég skal koma með róandi tónlist
belgurinn (a.k.a. Gísli)

jæja jáhh.. ég legg til að við skiptum með okkur verkum fyrir næsta tíma.. hver kemur með teppin... hver kemur með koddana.. hver kemur með róandi tónlist.. og hver kemur með snuddurnar... svo hvílum við okkur bara;)
Hilda spilda

já ég er sammála honum Gunnari. Hrikalega BOOORIIIIING!!!!
Kveðja Erna Björk "Geitunga-fighter"

Ég legg til að kúrsinn menning og samfélag verði lagður niður. Undirskriftalisti fer af stað á msn messengar. Helst útgáfu 6.0.
ZZZZzzzzzzzz

kveðja Gunna(r)

föstudagur, september 19, 2003

Nýjustu fréttir eru að mikil slagsmál hófust áðan í hádeginu við snarbrjálaðan geitung í Skála. Allir lifðu af, en í miklu hræðslukasti flúði Erna. Nánari fréttir af heilsu fólks úr þessum hrakförum koma síðar.

Hérna kemur 1D til með að tjá sig =)

Hver erum við?

Hér bloggar 1.bekkur D úr Kennaraháskóla Íslands:)

Nú erum við reyndar útskrifuð (orðin svo stór) en við erum samt alltaf í 1.D !

Við erum öll í D, og við erum frááábær - við erum öll í D, og við erum fráááábær !

Gamalt og gott

09/01/2003 - 10/01/200310/01/2003 - 11/01/200311/01/2003 - 12/01/200312/01/2003 - 01/01/200401/01/2004 - 02/01/200402/01/2004 - 03/01/200403/01/2004 - 04/01/200404/01/2004 - 05/01/200405/01/2004 - 06/01/200406/01/2004 - 07/01/200408/01/2004 - 09/01/200409/01/2004 - 10/01/200410/01/2004 - 11/01/200411/01/2004 - 12/01/200412/01/2004 - 01/01/200501/01/2005 - 02/01/200502/01/2005 - 03/01/200503/01/2005 - 04/01/200504/01/2005 - 05/01/200508/01/2005 - 09/01/200509/01/2005 - 10/01/200510/01/2005 - 11/01/200511/01/2005 - 12/01/200501/01/2006 - 02/01/200602/01/2006 - 03/01/200603/01/2006 - 04/01/200605/01/2006 - 06/01/200607/01/2006 - 08/01/200609/01/2006 - 10/01/2006

Los myndos

Laugarvatn beibí
Fyrsta ammiliveisla vetrarins!
Ammilisveisla 2-Ernuammili
Party hja Freyju :)
Afmælið hans Smára:)
Afmælið hennar Bryndísar+bekkjarmynd
loksins loksins Laugarvatnsmyndirnar:)
Sigrún Sverris með frábæra köku:)
Bekkjarpartýiiiiiiiiiið!:)
Skautaferðos
Keilusnillingarnir
Keilumót KHÍ 2004
Árshátíðarmyndir !!!
Árshátíðarmyndir meira !!!
Láru afmæli!!!
Sumó hjá Aðalhópnum:) !!!
Partý hjá Guðjóni!!!
Meiri partýmyndir frá Guðjónspartýi.. !!!
Vísindaferð í Landsbankann
Nks dagurinn 30.april
Bekkjarmyndir af okkur
Bekkjarpartý hja Örnie Bí
Árshátíð KHÍ 2005 !!!
Árshátíð KHÍ 2005 !!!
">Sumarbústaður Lilju og Ingvars - Vor 2004

Bloggarar

Til að blogga
Klakinn svalur & góður
Frauleine Ja
Belgurinn stór & mikill

Skondið dót

JoeCartoon
Your all gay
Gullkorn
Happy tree friends
Weebl

Hagnýtir hlutir

Góð stæ síða! allt um verkefnið!!!
Öll heimavinnan fyrir 2. misseri
Góðar glósur
Kennó
Mogginn
Visir
Gegnir
SMS

Teljarinn